Beint á efnisyfirlit síðunnar

NMU hefst í fyrramálið - hlekkur á bein úrslit

05.12.2013

Tuttugu manna hópur, 17 sundmenn, 2 þjálfarar og fararstjóri, lagði af stað upp úr hádegi í gær frá Keflavík til Færeyja til að keppa á Norðurlandameistaramóti Unglinga. Millilent var í Köben og gekk ferðin mjög vel, þrátt fyrir örlitla tímaþröng. Við lentum í Færeyjum í gærkvöldi uppúr 20:00 og tókum þaðan rútu beint upp á Hótel Føroyar þar sem við fengum hressingu. Krökkunum var þá raðað í herbergi og leyft að hvíla sig fyrir átök helgarinnar.

Í morgun var vaknað um átta leitið í morgunmat á hótelinu og svo slakað á frameftir degi. Áætlað var að taka hópinn í stuttan göngutúr um nágrennið en veður var ekki sem best verður á kosið og krökkunum því leyft að slaka á fram að æfingu sem hófst kl. 16:00 í keppnislauginni. Eftir æfingu og stutta búðarferð var öllum skutlað í kvöldmat og svo upp á hótel. Góð stemning hefur myndast í hópnum og alla hlakkar til að komast í laugina í fyrramálið. Keppni hefst kl. 9:30 í undanrásunum.

Hér er hlekkur á bein úrslit.

Flest synda þau í fyrramálið en þær greinar sem byrjað er á eru:

(Karla og kvenna)
200m skriðsund
100m bringusund
100m baksund
50m flugsund
200m fjórsund
800m skriðsund (einungis kvenna)
1500m skriðsund (einungis karla)
4x100m skriðsund boðsund

Þær þjóðir sem taka þátt eru:
Ísland
Færeyjar
Danmörk
Noregur
Finland
Svíþjóð
Eistland (keppir í fyrsta skipti sem gildur meðlimur í NSF)

Nánari upplýsingar og myndir af keppendum og mótinu má sjá á NMU síðunni okkar

Kveðja úr herbergi 140,
Emil Örn

Myndir með frétt

Til baka