Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmeistaramót í 50 m laug 2020

Velkomin á upplýsingasíðu ÍM50 2020

Ágætu félagar

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið í Laugardalslaug í Reykjavík dagana 17-9. júlí nk.

Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 6. júlí og verða fyrstu drög að keppendalista sett á vef SSÍ í seinasta lagi þriðjudaginn 14. júlí. Við minnum á að skila „Proof of Time“ skjali samhliða skráningum. Öðruvísi verða skráningar ekki teknar gildar.

Félög skulu skila inn skráningum úr Splash Team Manager en skráningarformið er að finna í hér að neðan. Þau félög sem ekki hafa aðgang að Splash forritinu skulu skila skráningum í Excel skjali eigi síðar en föstudaginn 10. júlí. Nauðsynlegt er að taka fram fullt nafn og kennitölu keppenda, greinar, gilda tíma og hvenær þeim er náð.
 
Mótið er einnig komið á dagatal Swimrankings, svo þjálfarar geta skráð sitt fólk beint í gegnum þá síðu hér: www.swimrankings.net/manager
Leiðbeiningar
 
Við biðjum þjálfara og formenn að virða þessar dagsetningar og kynna sér vel reglur varðandi skráningar á sundmót SSÍ.
 
Skráningar og fyrirspurnir sendast með rafrænum hætti á emil@iceswim.is. Félög skulu skila inn lista yfir þjálfara og liðstjóra samhliða skráningum sundmanna.
 
Nánar um skráningu starfsmanna er að finna hér að neðan.

Náist ekki fullnægjandi skráning starfsmanna á mótshluta, verður þeim mótshluta frestað og/eða aflýst.  

 

  • Íslandsmót fatlaðra verður áfram haldið á sama tíma í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF). Það þýðir að keppendur undir ÍF munu synda með keppendum SSÍ í riðlum. 
  • Keppendur ÍF verða á öðrum lágmörkum en keppendur SSÍ en verða engu að síður raðað í riðla eftir skráðum tíma. Keppt verður eftir reglugerð SSÍ. Allir keppendur mótsins, sem skráðir eru á tíma undir lágmörkum SSÍ, eiga rétt á að synda í úrslitum mótsins.


Skráning starfsmanna: 

Dómarar skrá sig með því að senda póst á skraningssimot@gmail.com

Starfsmenn, aðrir en dómarar, sendi póst á emil@iceswim.is eða skrá sig beint í Google Doc skjalið:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1e85AO9rF3KZX9-LH8vz3xyni4d6CqkMTNAeXnwVSh64/edit

 Mikilvægt er að hvert félag passi vel upp á að þeir skili réttu hlutfalli starfsmanna svo mótið gangi snuðrulaust fyrir sig.

Dómarar og tæknimenn þurfa að vera mættir 45 mínútum áður en keppni hefst.