Beint á efnisyfirlit síðunnar

RIG - Enn eitt mótsmetið og bestu para-sundmennirnir tilkynntir í morgun

25.01.2026

Þriðji keppnisdagur Reykjavíkurleikanna (RIG) lauk rétt í þessu og bar þar hæst nýtt mótsmet í 100m baksundi karla, ásamt tilkynningum á bestu para-sundmönnum mótsins.

Guðmundur Leo Rafnsson (ÍRB) gerði sér lítið fyrir og synti 100m baksund á 57.21 í morgun, sem er bæting á mótsmeti um tæpa hálfa sekúndu. Fyrra metið átti Magnus Jakupsson frá Danmörku, 57.67, sett árið 2017. Guðmundur Leo bætti einnig mótsmetið í 200m baksundi karla í gærmorgun, sem sýnir að hann er greinilega í hörkuformi. Úrslit í 100m baksundi karla fara fram í kvöld og verður spennandi að sjá hvað Guðmundur Leo gerir þar.

Morgunhlutinn endaði með viðurkenningum á bestu afrekum karla og kvenna í flokki fatlaðra. Sigrún Kjartansdóttir (S18, Fjörður) vann í kvennaflokki fatlaðra þar sem hún fékk 726 stig fyrir 200m skriðsund. Róbert Ísak Jónsson (S14, SH) vann í karlaflokki fatlaðra þar sem hann fékk 927 stig fyrir 50m flugsund. Innilega til hamingju með þessi glæsilegu afrek!

Sigurvegarar morgunsins frá Íslandi voru:

  • Thelma Björg Björnsdóttir (S6, Reykjavík) vann 400m skriðsund kvenna og 100m bringusund kvenna (flokki fatlaðra)
  • Guðrún Ísold Harðardóttir (ÍRB) vann 400m skriðsund kvenna (15 ára og yngri)
  • Guðfinnur Karlsson (SM11, Fjörður) vann 200m fjórsund karla og 200m skriðsund karla (flokki fatlaðra)
  • Jón Ingi Einarsson (Óðinn) vann 100m baksund karla (15 ára og yngri)
  • Auguste Balciunaite (SH) vann 100m bringusund kvenna og 100m skriðsund kvenna (15 ára og yngri)
  • Róbert Ísak Jónsson (S14, SH) vann 100m flugsund karla (flokki fatlaðra)
  • Sigrún Kjartansdóttir (S18, Fjörður) vann 100m skriðsund kvenna (flokki fatlaðra)

Síðasti hlutinn og þar með síðasti úrslitahlutinn hefst í kvöld kl 17:00 í Laugardalslauginni. Spennandi sund á dagskrá, hvetjum alla til að mæta og horfa!

Myndir með frétt

Til baka