Beint á efnisyfirlit síðunnar

RIG - Mótsmet hjá Guðmundi Leo

24.01.2026

Annar dagur á RIG byrjaði vel með undanrásum í morgun og þá stóð uppúr eitt mótsmet og eitt Íslandsmet í flokki S18.

Guðmundur Leo Rafnsson (ÍRB) gerði sér lítið fyrir og bætti eigið mótsmet frá árinu 2024 í 200m baksundi karla þegar hann synti á 2:04.17 í morgun. Gamla metið var 2:06.43, sem þýðir að hann bætti metið um rúmar tvær sekúndur. 

Enn og aftur sýndi Denas Kazulis (ÍRB) að hann ætlar sér stóra hluti á þessu móti þegar hann synti 100m skriðsund karla í undanrásum í morgun á 52.14. Mótsmetið er 51.14, sett árið 2025, og verður því spennandi að sjá hvort að Denas nái að nappa því í úrslitum í kvöld.

Sigurvegarar dagsins frá Íslandi:

  • Eydís Jóhannesdóttir (ÍRB) vann 200m fjórsund kvenna (15 ára og yngri)
  • Jón Ingi Einarsson (Óðinn) vann 200m baksund karla og 100m skriðsund karla (15 ára og yngri)
  • Emelía Ýr Gunnarsdóttir (S14, Fjörður) vann 100m baksund kvenna og 100m flugsund kvenna (flokki fatlaðra)
  • Auguste Balciunaite (SH) vann 200m bringusund kvenna (15 ára og yngri)
  • Snævar Örn Kristmannsson (S19, Breiðablik) vann 200m flugsund karla (flokki fatlaðra)
  • Jóhannes Gabríel Friðjónsson (Reykjavík) vann 200m flugsund karla (15 ára og yngri)
  • Sigrún Kjartansdóttir (S18, Fjörður) vann 200m skriðsund kvenna (flokki fatlaðra)
  • Guðrún Ísold Harðardóttir (ÍRB) vann 200m skriðsund kvenna (15 ára og yngri)

Keppnin heldur áfram í kvöld þegar keppt verður í úrslitum í greinum gærdagsins og frá því í morgun.

Myndir með frétt

Til baka