Beint á efnisyfirlit síðunnar

RIG - Annað mótsmet slegið

24.01.2026

Úrslitahluti á degi tvö á RIG lauk með mótsmeti og spennandi sundum.

Britta Koehorst (Holland) sló 20 ára gamalt mótsmet í 50m skriðsundi kvenna. Therese Alshammar átti metið sem var sett árið 2006 - hún synti greinina á 25.12 á sínum tíma, en Britta sló það um 0.10 sekúndur þegar hún kom í bakkann á 25.02 í kvöld.

Í 200m flusundi karla var Thomas Beeley (Bretland) mjög nálægt mótsmetinu þegar hann synti á 2:00.88. Mótsmetið, 2:00.47, setti Viktor Bromer frá Danmörku árið 2016. Svakalega spennandi sund hjá Thomas sem byrjaði fyrstu 50m metrana á 26.60.

Mikil spenna var einnig í 100m skriðsundi karla þar sem að Denas Kazulis (ÍRB) og Ýmir Chatenay Sölvason (SH) kepptust um fyrsta sætið alveg fram á síðustu metra. Denas Kazulis hafði betur og náði í bakkann á 52.10, rétt á undan Ými sem sló í bakkann á 52.16. Báðir voru þeir um sekúndu frá mótsmetinu í greininni, 51.14.

Sigurvegarar kvöldsins frá Íslandi voru eftirfarandi:

  • Guðmundur Leo Rafnsson (ÍRB) vann 50m baksund karla og 200m baksund karla
  • Birgitta Ingólfsdóttir (SH) vann 50m bringusund kvenna
  • Birnir Freyr Hálfdánarsson (SH) vann 50m flugsund karla
  • Magnús Víðir Jónsson (SH) vann 400m skriðsund karla
  • Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB) vann 200m fjórsund kvenna
  • Ylfa Lind Kristmannsdóttir (Reykjavík) vann 100m baksund kvenna
  • Snorri Dagur Einarsson (SH) vann 100m bringusund karla
  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH) vann 100m flugsund kvenna
  • Denas Kazulis (ÍRB) vann 100m skriðsund karla
  • Vala Dís Cicero (SH) vann 200m skriðsund kvenna

Fjörið heldur áfram á morgun á lokadegi RIG. Undanrásir hefjast kl 9:30 í fyrramálið og úrslitin kl 17:00.

Til baka