Beint á efnisyfirlit síðunnar

RIG hefst í dag - sund byrjar á föstudag

19.01.2026

Reykjavík International Games (RIG) hefjast formlega í dag, miðvikudaginn 21. janúar, með fjölmörgum íþróttagreinum á dagskrá víðs vegar um borgina. Sundið á RIG fer þó ekki af stað fyrr en á föstudaginn 23.janúar í Laugardalslaug.

Keppt verður í sundi á RIG dagana 23. janúar til 25. janúar og verður keppt bæði í undanrásum og úrslitum alla helgina.

Tímasetningar:

  • Föstudagur kl. 16:00: Undanrásir og bein úrslit
  • Laugardagur kl. 9:30: Undanrásir
  • Laugardagur kl. 17:00: Úrslit
  • Sunnudagur kl. 9:30: Undanrásir
  • Sunnudagur kl. 17:00: Úrslit

Það má búast við sterkri þátttöku bæði íslenskra og erlendra sundmanna - hátt í 250 keppendur eru skráðir á mótið!

Miðasala: Miðaverð er 1.000,- kr fyrir alla helgina, og hægt er að kaupa miða hér: https://www.corsa.is/is/rig-spectators/register
Einnig verður hægt að kaupa miða í Laugardalslauginni.

Nánari upplýsingar um sundkeppni RIG má finna hér: https://www.sundsamband.is/sundmot/sundmot/rig-2026/

Til baka