Beint á efnisyfirlit síðunnar

Andrea fær frábæra umfjöllun á RÚV og heldur áfram að gera magnaða hluti

05.01.2026

Við hjá Sundsambandi Íslands erum einstaklega stolt af Andreu Elíasson, sem fékk glæsilega umfjöllun á RÚV í dag fyrir árangur sinn í sundfimi.

Andrea hefur um tíma verið að gera frábæra hluti á alþjóðavísu í þessari krefjandi og fallegu grein, og það er ánægjulegt að sjá hana fá þá athygli sem hún á skilið.

Við höfum fylgst vel með framförum hennar undanfarin ár og vitum að þar fer íþróttakona með ótrúlegan metnað, sköpunargleði og hæfileika. Það er virkilega gaman að landsmenn fái nú að sjá það sama og við.

Þetta er enn eitt dæmið um fjölbreytileikann í íslensku sundi og hversu langt íslenskir íþróttamenn geta náð þegar þeir elta ástríðuna.

Til hamingju, Andrea, við fylgjumst spennt með framhaldinu!

Linkur á frétt RÚV

Til baka