Skráning hafin á SSÍ-1 þjálfaranámskeið 2026
Skráning er nú opin á SSÍ-1 þjálfaranámskeið Sundsambands Íslands fyrir árið 2026. Námskeiðið er byggt á þrepaskiptu menntunarkerfi World Aquatics og hefur það markmið að efla fagþekkingu sundþjálfara og styðja við framþróun íþróttarinnar. SSÍ-1 er alþjóðlega viðurkennt þjálfaranámskeið í flestum Evrópulöndum.
Námskeiðið er að mestu kennt í fjarnámi, auk eins verklegs hluta sem fer fram í Laugardalslaug:
-
Bóklegi hluti: 10. desember 2025 kl. 23:59 – 24. janúar 2026 kl. 23:59
-
Verklegur hluti: 31. janúar – 1. febrúar 2026 (heil helgi, í Laugardalslaug)
-
Kostnaður: 49.900 kr
-
Aldurstakmark: 18 ára og eldri
Námskeiðið inniheldur 12–15 kennslustundir í fjarnámi og um 18 kennslustundir í verklegri þjálfun. Að því loknu eiga þátttakendur að vera færir um að stjórna æfingum fyrir byrjendur í sundi með aðstoð yfirþjálfara, samkvæmt „Long Term Development Plan“ SSÍ - Fasi 3: Learn to Train.
Faglegir ábyrgðarmenn námskeiðsins eru:
-
Dr. Ingi Þór Einarsson – ingithore@ru.is
-
Ragnar Guðmundsson – ragnar@optimizar.dk
Fyrirspurnir um stjórnsýslu námskeiðsins:
Ingibjörg H. Arnadóttir, framkvæmdastjóri SSÍ
Sími: +354 770 6066
Netfang: ingibjorgha@iceswim.is
Skráning fer fram með því að smella á skráningarhlekkinn hér að neðan:
Skráning á þjálfaranámskeið SSÍ-1
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á þjálfun og vilja þróast sem kennarar og leiðtogar í sundi til að tryggja sér pláss sem fyrst.
).png?proc=150x150)