Snæfríður sjötta á EM25 í 200m skriðsundi
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu í úrslitum í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Lublin, Póllandi. Eftir gríðarlega sterkt sund meðal hröðustu sundkvenna Evrópu, þar sem m.a. var bætt Evrópumet, náði Snæfríður 6. sætinu á 1:54:26. Hún byrjaði sitt sund hratt og örugglega, og kom í bakkann aðeins 0.48 sekúndum frá sínu eigin Íslandsmeti, sem hún setti í undanúrslitum þessarar greinar.
Á morgun stingur Snæfríður sér aftur til sunds í 100m skriðsundi ásamt Jóhönnu Elínu Guðmundsdóttur og Völu Dís Cicero, en einnig munu þeir Birnir Freyr Hálfdánarson, Guðmundur Leo Rafnsson og Ýmir Chatenay Sölvason synda sömu grein rétt á eftir.
Hægt verður að fylgjast með gangi liðsins í þessari spennandi grein á morgun í beinni útsendingu á RÚV.
EM25 Lublin, Póllandi - Dagur 3 Úrslit (Simone Castrovillari) | Flickr
