Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður fimmta inn í úrslit og á nýju íslandsmeti í 200m skriðsundi á EM25

03.12.2025

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu í undanúrslitum í 200m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í sundi í Lublin, Póllandi.

Snæfríður synti gríðarlega vel og varð önnur í sínum riðli á glænýju íslandsmeti, 1:53.78, og tryggði sér þar með sæti í úrslitum sem fram fara à morgun, 4.desember. Þetta er bæting á hennar eigin meti, sett á EM25 í Otopeni, 2023.

Hún er með fimmta hraðasta tímann inn í úrslitin. Frábær àrangur hjà Snæfríði og það verður spennandi að fylgjast með henni annað kvöld í beinni à RÚV.

Í morgunhlutanum á morgun, sem hefst kl. 09:00 og sýndur er í beinni á RÚV, munu eftirfarandi keppendur Íslands synda:

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir - 100 Flugsund kl. 09:06

Birnir Freyr Hálfdánarson - 100 Flugsund kl. 09:12

Birgitta Ingólfsdóttir - 200 Bringusund kl. 09:32

Guðmundur Leo Rafnsson - 100 Baksund kl. 10:15

Boðsundssveit landsliðsins - 4x50 skriðsund, blandað kl. 11:00

Ljósmyndir eftir Simone Castrovillari má finna á Flickr síðu Sundsambandsins:

EM25 Dagur 1: https://flickr.com/photos/203795150@N03/albums/72177720330693959/
EM25 Dagur 2: https://flickr.com/photos/203795150@N03/albums/72177720330685272/



Til baka