Síðasti dagur NM25 - Hólmar Grétarsson Norðurlandameistari
Frábært Norðurlandameistaramót er nú á enda hér í Laugardalslauginni þar sem íslenska liðið, bæði í opnum flokki og paraflokkum, stóðu sig gríðarlega vel. Hólmar Grétarsson byrjaði úrslitahlutann með flottu sundi í 400m fjórsundi þar sem hann varð Norðurlandameistari - frábær undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem byrjar á þriðjudaginn.
Norðurlandameistaramótið kláraðist með spennandi keppni í 8x50m blönduðu skriðsund boðsundi þar sem allir í lauginni voru á nálum að hvetja sín lið. Þetta var svo sannarlega eitt besta Norðurlandameistaramótið síðustu ára þegar kemur að stemmingu og uppsetningu, og viljum við því þakka öllum þeim sem komu að mótinu hvort sem það var sem styrktaraðili, sjálfboðaliði, dómari, körfuberi eða ljósmyndari - takk fyrir ykkur!
Samtals 5 verðlaun í opnum flokki:
- Hólmar Grétarsson varð Norðurlandameistari 400m fjórsundi karla, og fékk silfur í 200m flugsundi karla í unglingaflokki
- Eva Margrét Falsdóttir með silfur í 400m fjór kvenna fullorðinsflokki og brons í 200m fjórsundi kvenna fullorðinsflokki
- Sólveig Freyja Hákonardóttir með brons í 400m fjór kvenna í unglingaflokki
Samtals 11 verðlaun í para flokki:
- Róbert Ísak Jónsson (S14) Norðurlandameistari í 100m bringusundi karla, og silfur í 100m flugsundi karla, 50m bringusundi karla og 50m flugsundi karla
- Thelma Björg Björnsdóttir (S6) með brons í 400m frjálsri aðferð kvenna
- Emelía Ýr Gunnarsdóttir (S14) með silfur í 50m flugsundi kvenna, og brons í 100m flugsundi kvenna
- Guðfinnur Karlsson (S11) með brons í 200m fjórsundi karla
- Sigrún Kjartansdóttir (S18) með brons í 200m frjálsri aðferð kvenna, 100m baksundi kvenna, og 50m baksundi
Fjöldi bætinga í opnum flokki:
- Auguste Balciunaite bætti sig í 200m bringusundi
- Daði Rafn Falsson bætti sig í 100m flugsundi, 200m flugsundi
- Hólmar Grétarsson bætti sig í 100m flugsundi og 200m fjórsundi
- Denas Kazulis bætti sig í 100m skriðsundi
- Alicja Julia Kempisty bætti sig í 200m skriðsundi
- Birgir Hrafn Kjartansson bætti sig í 1500m skriðsundi og 200m skriðsundi
- Andri Már Kristjánsson bætti sig í 200m skriðsundi
Fjöldi bætinga í para flokki:
- Róbert Ísak Jónsson (S14) bætti sig í 50m bringusundi og 50m flugsundi
- Rósa Kristín Kristmannsdóttir (S14) bætti sig í 200m frjálsri aðferð og 100m baksundi
- Snævar Örn Kristmannsson (S19) bætti sig í 100m flugsundi, 200m fjórsundi
- Anna Rósa Þrastardóttir (S14) bætti sig í 50m frjálsri aðferð, 100m baksundi, og 100m frjálsri aðferð
Met í para flokki:
- Snævar Örn Kristmannsson (S19) setti Íslands- og Evrópumet í 100m flugsundi karla 59.61; og Íslands- og Evrópumet í 200m fjórsundi karla 2:25.75
- Róbert Ísak Jónsson (S14) Íslandsmet í 50m flugsundi karla 26.04
Besti árangur:
- Kvenna unglingaflokki: Cecilie Kehlet (Danmörk) 791 stig
- Karla unglingaflokki: Mathias Hald (Danmörk) 797 stig
- Kvenna fullorðinsflokki: Ieva Visockaité (Litháen) 798 atig
- Karla fullorðinsflokki: Nikolai Sorbo (Noregur) 815 stig
- Kvenna paraflokki: Pernilla Lindberg (Svíþjóð) 1061 stig
- Karla paraflokki: Alexander Hillhouse (Danmörk) 1306 stig
- Lið unglingaflokki: Danmörk 369 stig
- Lið fullorðinsflokki: Noregur 325 stig
- Lið paraflokki: Svíþjóð 224 stig
Hægt að finna myndir hér: Flickr