Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölmargir komu sér inn í úrslit á seinasta morgunhluta NM25

30.11.2025

Áfram héldu íslensku sundmennirnir að standa sig vel á Norðurlandameistaramótinu; nokkrir bættu sig en fleiri komu sér inn í úrslit í kvöld.

Þau sem ætla að reyna að næla sér í verðlaun í kvöld í úrslitum eru:

  • Hólmar Grétarsson, 400m fjór - fyrstur inn í úrslit í unglingaflokki
  • Daði Rafn Falsson, 400m fjór - náði inn í úrslit í unglingaflokki
  • Ylfa Lind Kristmannsdóttir, 200m bak - náði inn í úrslit í unglingaflokki
  • Bergur Fáfnir Bjarnason, 100m bak - þriðji inn í úrslit í fullorðinsflokki
  • Eva Margrét Falsdóttir, 200m fjór - fyrst inn í úrslit í fullorðinsflokki

Parasundfólkið okkar kom sér líka í úrslitin í kvöld:

  • Róbert Ísak Jónsson (S14), 50m flug para - annar inn í úrslit
  • Snævar Örn Kristmannsson (S19), 50m flug para - náði inn í úrslit
  • Sigrún Kjartansdóttir (S18), 100m frjáls aðferð para - náði inn í úrslit
  • Thelma Björg Björnsdóttir (S6), 100m frjáls aðferð para - náði inn í úrslit

Sonja Sigurðardóttir (SM3) synti 150m þrísund í morgun í beinum úrslitum, fór á tímanum 6:36.07 og nældi sér í gullverðlaun.

Síðasti dagurinn og þar af leiðandi síðasti úrslitahlutinn fer af stað í kvöld kl 17:00.

Nú fer hver að vera síðastur að sjá spennandi keppni með eigin augum, annað hvort hér í Laugardalslauginni eða í beinni útsendingu: Live Stream
Einnig er hægt að fylgjast með beinum úrslitum á: Live Timing
Og ef þið viljið sjá stemminguna í gegnum myndir: Flickr

Til baka