Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjöldi verðlauna náðust á NM25

29.11.2025

Laugardagskvöldið á Norðurlandameistaramótinu skilaði enn einni magnaðri kvöldstund í Laugardalslaug, þar sem sundmenn í bæði opnum flokkum og paraflokkum sýndu frábærar frammistöður. Met féllu á færibandi og íslensku keppendurnir unnu til verðlauna í fjölmörgum greinum.

Íslenska liðið átti öflugt kvöld og nældi sér í nokkur verðlaun:

  • Sólveig Freyja Hákonardóttir, 400m fjór, 4:56.47 - 3. sæti í unglingaflokki, og rétt rúmlega sekúndu frá sínu besta
  • Eva Margrét Falsdóttir, 400m fjór, 4:51.65 - 2. sæti í fullorðinsflokki
  • Hólmar Grétarsson, 200m flug, 2:00.06 - 2.sæti í unglingaflokki, tæpri hálfri sekúndu frá sínu besta

Para­sundfólkið okkar á NM25 hélt áfram að skila frábærum afrekum í kvöld.

  • Sigrún Kjartansdóttir (S18), 200m frjáls aðferð - 3. sæti
  • Sigrún Kjartansdóttir (S18), 100m bak - 3.sæti
  • Guðfinnur Karlsson (S11), 200m fjór - 3. sæti
  • Róbert Ísak Jónsson (SB14), 50m bringa - 2. sæti
  • Emelía Ýr Gunnarsdóttir (S14), 50m flug - 2. sæti

Helstu met kvöldsins voru:

  • Gabriel Rognes Steen (Noregur), S13 - Norskt met í 50m bak karla 27.08
  • Tobias Klasson (Svíþjóð), S14 - Sænskt met í 50m bak karla 29.77
  • Helena Faltman (Svíþjóð), S9 - Sænskt met í 200m frjálsri aðferð kvenna 2:32.08
  • Snævar Örn Kristmannsson (Ísland), S19 - Íslands- og Evrópumet, bætti það síðan í morgun í 200m fjórsundi karla 2:25.75
  • Jo Kebriel Stolhaug (Noregur), SM9 - Norskt met í 200m fjórsundi karla 2:29.14
  • Nis Heide Pinnerup (Danmörk), S18 - Danskt met í 50m bringu karla 45.92
  • Kasper Larsen (Danmörk), S10 - Danskt met í 100m frjálsri aðferð karla 54.99 (bætti metið sitt frá því í morgun)
  • Keira Rattur (S18) - Evrópumet í 100m bringusundi kvenna 1:43.25
  • Oddvá Sedea D. Nattestad (Færeyjar), S19 - Heimsmet í 100m bringusundi kvenna 1:26.27

Kvöldið sýndi enn og aftur hversu hátt viðmiðið er á Norðurlöndunum. Bara einn dagur eftir!

Live Stream
Live Timing
Myndir

Myndir með frétt

Til baka