Enn fleiri met og flottur árangur íslenska hópsins á NM25
Annar dagur Norðurlandameistaramótsins í sundi fór fram í morgun þar sem keppt var í fjölbreyttum greinum; 400m fjórsundi kvenna, 1500m skriðsundi karla, 50m baksundi (opnum flokki og para), 200m skriðsundi kvenna, 200m fjórsundi para karla, 100m baksundi kvenna, 50m bringusundi karla, 50m flugsundi kvenna, 100m skriðsundi karla (opnum flokki og para), 100m bringusundi kvenna og 200m flugsundi karla.
Íslensku keppendurnir áttu frábæran morgunn og tryggðu sér fjölmörg sæti í úrslitum:
- 400m fjór kvenna:
- Eva Margrét Falsdóttir - fyrst inn í úrslit í fullorðinsflokki
- Sólveig Freyja Hákonardóttir - þriðja inn í úrslit í unglingaflokki
- Freyja Birkisdóttir - fjórða inn í úrslit í fullorðinsflokki
- 200m skrið kvenna:
- Katja Lilja Andriysdóttir - náði inn í úrslit í fullorðinsflokki
- 100m bak kvenna:
- Ylfa Lind Kristmannsdóttir - náði inn í úrslit í unglingaflokki
- 100m skrið karla:
- Denas Kazulis - annar inn í úrslit í unglingaflokki
- Veigar Hrafn Sigþórsson - náði inn í úrslit í fullorðinsflokki
- 200m flug karla:
- Hólmar Grétarsson - annar inn í úrslit í unglingaflokki
- Daði Rafn Falsson - náði inn í úrslit í unglingaflokki
Fimm landsmet í paraflokkum voru sett í morgun, þar með talið Íslandsmet:
- Kasper Larsen (Danmörk), S10 - 100m frjáls aðferð karla 56.00, danskt met
- Marius Danielsen (Danmörk), S19 - 100m frjáls aðferð karla 57.00, danskt met
- Leander Matheo Kjær (Noregur), S10 - 100m frjáls aðferð karla 58.80, norskt met
- Tobias Klasson (Svíþjóð), S14 - 50m bak karla 30.31, sænskt met
- Snævar Örn Kristmannsson (Ísland), S19 - 200m fjórsund karla 2:28.35, Íslandsmet
Úrslitin í kvöld hefjast kl. 17:00 og má búast við mikilli spennu. Að auki verða boðsundsgreinar á dagskrá, sem oft reynast vera hápunktur kvöldsins.
Bein útsending verður á sund.live, og úrslit má fylgjast með á Swimify LiveTiming.
Myndir frá mótinu má finna hér: Flickr Myndir