Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sterkur fyrsti hluti á Norðurlandameistaramótinu

28.11.2025

Fyrsti morgunhluti Norðurlandameistaramótsins í sundi fór fram í Laugardalslaug í morgun og var dagskráin þétt.

Keppt var meðal annars í 400m skriðsundi, 50m baksundi, 200m baksundi, 200m flugsundi, 100m flugsundi, 200m bringusundi, 100m bringusundi og 50m skriðsundi, bæði í opnum flokki og í paraflokkum.

Íslensku keppendurnir voru í góðum gír og mörg hver tryggðu sér sæti í úrslitum í kvöld í opnum flokki:

  • Freyja Birkisdóttir og Katja Lilja Andriysdóttir - úrslit í 400m skriðsundi í fullorðinsflokki
  • Andri Már Kristjánsson - úrslit í 400m skriðsundi í fullorðinsflokki
  • Bergur Fáfnir Bjarnason - úrslit í 200m baksundi í fullorðinsflokki
  • Sólveig Freyja Hákonardóttir - úrslit í 200m flugsundi í unglingaflokki
  • Hólmar Grétarsson - úrslit í 100m flugsundi í unglingaflokki
  • Eva Margrét Falsdóttir - úrslit í 200m bringusundi í fullorðinsflokki
  • Denas Kazulis - úrslit í 50m skriðsundi í opnum flokki

En það var parasundfólk Norðurlandanna sem settu mark á daginn með metaregni. Í morgun voru sett þrjú þjóðarmet og eitt heimsmet í para­sundi:

  • Ronja Hampf (Finnland), S11 - 50m baksund 43.77, finnskt met
  • Freja Kvist (Danmörk), S10 - 50m skriðsund 30.95, jafnaði 21 árs gamalt danskt met
  • Kasper Larsen (Danmörk), S10 - 50m skriðsund 25.18, danskt met
  • Oddvá Sedea D. Nattestad (Færeyjum), S19 - 50m skriðsund 30.34, Heimsmet

Margir keppendur syntu á sínum bestu tímum í morgun, og býður því úrslitahlutinn upp á spennandi keppni í fjölmörgum greinum. 

Úrslitahlutinn hefst kl. 17:00. Auk úrslita frá greinum morgunsins bætist við bein úrslit í kvöld í 400m skriðsundi para, karla og kvenna; 100m bringusundi para, karla; og 4x200m skriðsundi boðsundum, karla og kvenna. 

Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér: Live Stream
Live Timing
Myndir

Til baka