Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sterkur morgunhluti á Norðurlandameistaramótinu - Strong start to the Nordic Championships

28.11.2025

Fyrsti morgunhluti Norðurlandameistaramótsins í sundi fór fram í Laugardalslaug í morgun og var dagskráin þétt.

Keppt var meðal annars í 400m skriðsundi, 50m baksundi, 200m baksundi, 200m flugsundi, 100m flugsundi, 200m bringusundi, 100m bringusundi og 50m skriðsundi - bæði í opnum flokki og í paraflokkum.

Morguninn einkenndist af öflugum sundum og fjölmörgum bætingum, en það var parasundfólk Norðurlandanna sem settu mark á daginn.

Í morgun voru sett þrjú þjóðarmet og eitt heimsmet í para­sundi:

  • Ronja Hampf (Finnland), S11 - 50m baksund 43.77, finnskt met
  • Freja Kvist (Danmörk), S10 - 50m skriðsund 30.95, jafnaði 21 árs gamalt danskt met
  • Kasper Larsen (Danmörk), S10 - 50m skriðsund 25.18, danskt met
  • Oddvá Sedea D. Nattestad (Færeyjum), S19 - 50m skriðsund 30.34, heimsmet

Í opnum flokki syntu margir keppendur á sínum bestu tímum, og býður úrslitahlutinn upp á spennandi einvígi í fjölmörgum greinum. Íslensku keppendurnir voru í góðum gír og mörg hver tryggðu sér sæti í úrslitum í kvöld.

Úrslitahlutinn hefst kl. 17:00 og lofar mikilli spennu. Auk hefðbundinna úrslitagreina frá morgungreinum bætast í kvöld við bein úrslit í:

  • 400m skriðsundi para, karla og kvenna
  • 100m bringusundi para, karla
  • 4x200m skriðsundi boðsundum, karla og kvenna

Búast má við sterkum sundum og mögulega frekari metum þegar líður á kvöldið í kvöld.

Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér: Live Stream

----------------------------------------------------

The opening morning session of the Nordic Championships took place today in Laugardalslaug, featuring a full program of events including 400m freestyle, 50m backstroke, 200m backstroke, 200m butterfly, 100m butterfly, 200m breaststroke, 100m breaststroke, and 50m freestyle - with racing in both open and para categories.

The morning produced strong performances across the board, with many swimmers posting personal bests. Para swimmers, in particular, delivered standout swims with several records falling.

A total of three national records and one world record were set in the para events:

  • Ronja Hampf (Finland), S11 - 50m Backstroke 43.77, Finnish National Record
  • Freja Kvist (Denmark), S10 - 50m Freestyle 30.95, tying a 21-year-old Danish record
  • Kasper Larsen (Denmark), S10 - 50m Freestyle 25.18, Danish National Record
  • Oddvá Sedea D. Nattestad (Faroe Islands), S19 - 50m Freestyle 30.34, World Record

Many swimmers in the open categories delivered fast morning swims and secured places in tonight’s finals. Several athletes clocked personal bests, suggesting that the evening session could produce even more standout performances.

Finals begin at 17:00, with several direct-finals events added to the evening program:

  • 400m Freestyle Para, Men & Women
  • 100m Breaststroke Para, Men
  • 4x200m Freestyle Relays, Men & Women

A thrilling night of racing awaits as the teams continue their battle for Nordic titles.

Watch everything happen live here: Live Stream

Til baka