Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrstu úrslitin á Norðurlandameistaramótinu lokin

28.11.2025

Fyrsta úrslitakvöld Norðurlandameistaramótsins kláraðist rétt í þessu, þar sem bæði opnir flokkar og paraflokkar sýndu glæsilegar frammistöður. Kvöldið einkenndist af miklum krafti, öflugum lokasprettum og metum sem féllu hvert af öðru.

Í opnum flokki stóðu íslensku sundmennirnir sig vel, þar sem margir náðu að bæta sig og voru nálægt verðlaunasætum.

  • Freyja Birkisdóttir, 400m skrið, 4:20.23 - synti hraðar en í morgun, og náði fjórða sæti í fullorðinsflokki rétt tæpri sekúndu á eftir Karoline Kjelstrup sem endaði í þriðja sæti
  • Katja Lilja Andriysdóttir, 400m skrið, 4:21.26synti hraðar en í morgun, um tveimur sekúndum frá sínu besta og náði fimmta sæti í fullorðinsflokki
  • Andri Már Kristjánsson, 400m skrið, 4:00.23 - mjög nálægt sínu besta (4:00.04) sem hann synti núna á ÍM25 og náði sjöunda sæti í fullorðinsflokki
  • Bergur Fáfnir Bjarnason, 200m bak, 1:59.22 - synti hraðar en í morgun, um tveimur sekúndum frá sínu besta og náði fjórða sæti í fullorðinsflokki
  • Sólveig Freyja Hákonardóttir, 200m flug, 2:22.84 - synti hraðar en í morgun, og náði fimmta sæti í unglingaflokki
  • Hólmar Grétarsson, 100m flug, 54.79 - bætti sinn besta tíma sem var síðan á CUBE-mótinu í október, og náði fjórða sæti í unglingaflokki rétt 0.17 á eftir næsta manni
  • Eva Margrét Falsdóttir, 200m bringa, 2:34.47 - byrjaði mjög sterkt en endaði örlítið hægar en í morgun, og náði sjöunda sæti í fullorðinsflokki
  • Denas Kazulis, 50m skrið, 23.00 - flottur tími og nálægt sínum besta tíma sem hann synti á ÍM25, og náði fimmta sæti í opnum flokki aðeins 0.55 á eftir þriðja sætinu

Pernilla Lindberg frá Svíþjóð setti nýtt heimsmet í flokki S14 í 400m skriðsundi kvenna með tímanum 4:30,12.

Metasyrpan hélt áfram með frábærum sundum para­sundmanna:

  • Robin Hakansson (Svíþjóð), S9 - 400m skrið karla 4:45.53, sænskt met
  • Ronja Hampf (Finnland), S11 - 50m bak kvenna 43.00, finnskt met
  • Freja Kvist (Danmörk), S10 - 50m bak kvenna 35.69, danskt met
  • Snævar Örn Kristmannsson (Ísland), S19 - 100m flug karla 59.61, Íslandsmet og Evrópumet
  • Marius Danielsen (Danmörk), S19 - 100m flug karla 1:01.43, danskt met
  • Victor Ludo Mieke Carnel (Noregur), SB12 - 100m bringa karla 1:23.44, norskt met
  • Freja Kvist (Danmörk), S10 - 50m skrið kvenna 30.62, danskt met

Í opnum flokki var keppt í 200m baksundi, 200m flugsundi, 400m skriðsundi, 100m flugsundi, 200m bringusundi, 100m bringusundi og 50m skriðsundi, sem og 4x200m boðsundi karla og kvenna. Svaka spenna ríkti sérstaklega í kringum boðsundin þar sem mörg lið voru rétt á eftir hvort öðru og mikil keppni myndaðist því á milli liðanna.

Spennan heldur áfram á morgun þar sem morgunhlutinn byrjar kl 9:30 og úrslitin kl 17:00.

Hægt er að fylgjast með hér í beinni útsendingu: Live Stream

Myndir er hægt að finna á Flickr síðu Sundsambandsins: Flickr Myndasíða

Myndir með frétt

Til baka