Norðurlandameistaramótið í sundi hefst á morgun
Á morgun, föstudaginn 28. nóvember, hefst Norðurlandameistaramótið í sundi 2025 í Laugardalslaug, þar sem fremstu sundmenn Norðurlandanna mætast í þriggja daga keppni. Ísland tekur þátt bæði með sterkan landsliðshóp í opnum flokki, auk þess að vera með stóran hóp af parasundfólki.
Mótið fer fram dagana 28.-30. nóvember í Laugardalslaug, og er keppt í undanrásum á morgnana og úrslitum síðdegis. Upphitun hefst alla daga kl. 08:00 og fyrstu sund hefjast kl. 09:30, en úrslitahlutar kl. 17:00.
Þjóðirnar sem taka þátt að þessu sinni eru Danmörk, Eistland, Færeyjar, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð. Fjölbreyttur hópur keppenda mætir til leiks í öllum aldursflokkum, bæði í unglinga- og fullorðinsflokki, og í paraflokkum S1–S19, þar sem keppt verður í opnum MCPS-flokkum samkvæmt reglum World Para Swimming.
Íslensku sundmennirnir hafa sýnt frábæra takta undanfarnar vikur á ÍM25 og á alþjóðlegum mótum sem gerir það að verkum að þetta verður hrikalega spennandi mót. Hjá parasundfólkinu okkar er einnig mikil spenna, en ný íslensk met og heimsmet á ÍM25 sýna að íslenskir keppendur eru í toppformi.
Mótið verður sýnt í beinni útsendingu og úrslit munu birtast jafnóðum:
Livetiming: Swimify LiveTiming
Streymi: Live Stream
Myndir: Flickr Myndasíða
