Beint á efnisyfirlit síðunnar

Metum rigndi á Íslands- og unglingameistaramótinu í 25 metra laug

09.11.2025

Íslands- og unglingameistaramótinu í 25 metra laug lauk í Laugardalslaug í kvöld eftir þrjá æsispennandi keppnisdaga, þar sem íslenskt sundfólk sýndi sig frá sinni allra bestu hlið. Heildaruppskeran: 2 unglingamet, 12 Íslandsmet þar af 6 Íslandsmet fatlaðra, 2 heimsmet fatlaðra og 4 Evrópumet fatlaðra - og fjöldi sundmanna sem tryggðu sér sæti í landslið Íslands fyrir komandi stórmót.

Það var Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) sem stal senunni þegar hann setti tvenn heimsmet og fjögur Evrópumet í flokki S19. Snævar synti 50m flugsund á 26,79 sekúndum í morgunhluta sunnudagsins og bætti metið síðar sama dag þegar hann fór á 26,69 sekúndur. Auk þess setti hann Evrópumet í 50m, 100m og 200m flugsundi og 100m fjórsundi. Frammistaða hans vakti mikla athygli í lauginni og undirstrikar framfarir í íslensku afreksstarfi fatlaðra.

Tvö unglingamet féllu á mótinu: Denas Kazulis (ÍRB) synti 50m skriðsund á 22,76 sekúndum, og tók þar með 4 ára gamalt met af Símon Elías Statkevicius. Hólmar Grétarsson (SH) synti 400m fjórsund á 4:17,81, bætti met Anton Sveins McKee (4:18,12) frá árinu 2011 og tryggði sér um leið lágmark á EM25.

Alls voru sett 6 Íslandsmet í opnum flokki á mótinu:

  • Birnir Freyr Hálfdánarson (SH) - 100m flugsund (52,41)
  • Símon Elías Statkevicius (SH) - 50m skriðsund (21,75)
  • A-sveit SH kvenna - 4x50m fjórsund (1:53,52)
  • B-sveit SH - 4x50m blandað fjórsund (1:45,10)
  • A-sveit SH karla - 4x100m skriðsund (3:17,16)
  • A-lið SH kvenna - 4x100m fjórsund (4:13,11)

Í flokki fatlaðra voru sett 6 ný Íslandsmet:

  • Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 50m flug (26,79 / 26,69)
  • Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 100m flug (59.77)
  • Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 200m flug (2:14,57)
  • Róbert Ísak Jónsson (SH) - SB14 100m bringa (1:07.33)
  • Sonja Sigurðardóttir (ÍFR) - S3 100m frjáls aðferð (2:40,46)

Bestu afrek mótsins áttu Snorri Dagur Einarsson (SH), fyrir 100m bringu (825 stig), og Birgitta Ingólfsdóttir (SH), fyrir 100m bringu (780 stig).

Í lok mótsins voru kynntir þá sem náðu lágmörkum fyrir komandi stórmót:
Evrópumeistaramótið í 25m laug (EM25), Pólland, 2.–7. desember: Snæfríður Sól Jórunnardóttir (Aalborg), Snorri Dagur Einarsson (SH), Einar Margeir Ágústsson (ÍA), Símon Elías Statkevicius (SH), Guðmundur Leo Rafnsson (ÍRB), Birgitta Ingólfsdóttir (SH), Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH), Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Hólmar Grétarsson (SH), Ýmir Chatenay Sölvason (SH) og Vala Dís Cicero (SH).
Norðurlandameistaramótið (NM25), Ísland, 28.–30. nóvember: Hólmar Grétarsson (SH), Magnús Víðir Jónsson (SH), Denas Kazulis (ÍRB), Sólveig Freyja Hákonardóttir (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Bergur Fáfnir Bjarnason (SH), Birgir Hrafn Kjartansson (Ægir), Ylfa Lind Kristmannsdóttir (Ármann), Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir (ÍA), Alicja Julia Kempisty (SH), Freyja Birkisdóttir (Breiðablik), Karl Björnsson (SH), Auguste Balciunaite (SH), Andri Már Kristjánsson (SH), Veigar Hrafn Sigþórsson (SH), Daði Rafn Falsson (ÍRB), og Nadja Djurovic (SH).

ÍF tilkynnti jafnframt keppendur sína á NM25: Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik), Thelma Björg Björnsdóttir (ÍFR), Sonja Sigurðardóttir (ÍFR), Róbert Ísak Jónsson (SH), Anna Rósa Þrastardóttir (Fjörður), Emelía Ýr Gunnarsdóttir (Fjörður), Rósa Kristín Kristmannsdóttir (Fjörður), Sigrún Kjartansdóttir (Fjörður) og Guðfinnur Karlsson (Fjörður).

Stemmingin í Laugardalslaug var frábær alla þrjá dagana, og árangurinn sýnir glöggt að íslenskt sund stendur á mjög sterkum grunni, bæði hjá yngri keppendum og landsliðsfólki.

Sundsamband Íslands þakkar öllum keppendum, þjálfurum, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir frábæra helgi og ómetanlegt starf í þágu íþróttarinnar.

Hægt er að nálgast myndir sem teknar voru á mótinu hér.

Myndir með frétt

Til baka