Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 2025: Snævar Örn með nýtt heimsmet í 50m flugsundi

09.11.2025

Undanrásir þriðja dags Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug hófst með látum í Laugardalslaug í dag, þar sem sett voru bæði heimsmet og tvö Íslandsmet í flokki fatlaðra, auk fjölda sterkra frammistaðna hjá unglingakeppendum.

Það var Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) sem stal senunni þegar hann synti 50m flugsund í flokki S19 á tímanum 26,79, sem jafngildir nýju heimsmeti.
Hann bætti þar með fyrra heimsmet Daniel Smith frá Nýja-Sjálandi, sem hafði staðið í rúmt ár (26,96, sett 26. september 2024). Jafnframt er þetta nýtt Íslandsmet í flokki S19.

Annað Íslandsmet morgunsins setti Sonja Sigurðardóttir (ÍBR) í 100m skriðsundi í flokki S3, þegar hún synti á 2:40,46, sem er stórglæsilegur árangur í hennar flokki.

Auk þess voru krýndir fjölmargir unglingameistarar í morgun.

Unglingameistarar dagsins:

  • 400m fjórsund kk - Hólmar Grétarsson (SH)

  • 200m baksund kvk - Ylfa Lind Kristmannsdóttir (ÍBR)

  • 200m skriðsund kk - Denas Kazulis (ÍRB)

  • 100m flugsund kvk - Nadja Djurovic (SH)

  • 50m flugsund kk - Alexander Ari Andrason (ÍBR)

  • 50m bringusund kvk - Margrét Anna Lapas (ÍRB)

  • 200m bringusund kk - Nikolai Leo Jónsson (ÍRB)

  • 100m skriðsund kvk - Vala Dís Cicero (SH)

  • 100m baksund kk - Ásberg Halldór Hansson (ÍBR)

  • 200m fjórsund kvk - Sólveig Freyja Hákonardóttir (SH)

Það er ljóst að stemmingin í Laugardalslaug er í hæstu hæðum, og sundmenn í frábæru formi þegar kemur nú að síðasta úrslitahluta mótsins í kvöld.

Úrslitahluti dagsins hefst kl. 16:30, og að honum loknum verða kynntir landsliðshópar Íslands fyrir EM25 og NM, auk verðlauna fyrir besta afrek karla og kvenna á mótinu.

Bein útsending verður á sund.live og á RÚV2, og fylgjast má með úrslitum í rauntíma á Swimify LiveTiming.

Til baka