Ýmir tryggir sér sæti á EM25 - nýtt Íslandsmet í boðsundi hjá SH
08.11.2025
Til bakaEnn bætist í íslenska hópinn sem keppir á Evrópumeistaramótinu í 25m laug (EM25) í Póllandi í desember. Ýmir Chatenay Sölvason (SH) náði lágmarki í 100m skriðsundi í undanrásum í morgun á frábærum tíma, 48.72, sem er rúm sekúndu bæting á hans fyrri tíma í greininni. Ýmir fer því inn í úrslitin í kvöld fullur sjálfstrausts.
Undanrásir dagsins enduðu svo með 4x50m blönduðu fjórsund boðsundi, þar sem b-sveit Sundfélag Hafnarfjarðar tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn og setti nýtt Íslandsmet í leiðinni, á tímanum 1:45.10. Fyrra metið, 1:45.60, var einnig í eigu SH frá ÍM25 í fyrra. Sveitina skipuðu Bergur Fáfnir Bjarnason, Birgitta Ingólfsdóttir, Nadja Djurovic, og Símon Elías Statkevicius.
.jpg?proc=150x150)