Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 Úrslit Dagur 2 - Tvö Íslandsmet í viðbót

08.11.2025

Annar dagur Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug lauk í kvöld með tveimur nýjum Íslandsmetum og fjölmörgum sterkum sundum.

Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) setti fyrsta Íslandsmet kvöldsins í flokki S19 þegar hann synti 200m flugsund á frábærum tíma, 2:14,57.

Í lok kvöldsins setti A-sveit Sundfélags Hafnarfjarðar Íslandsmet í 4x100m skriðsund boðsundi á tímanum 3:17,16.
Sveitina skipuðu Birnir Freyr Hálfdánarson, Veigar Hrafn Sigþórsson, Ýmir Chatenay Sölvason og Símon Elías Statkevicius.

Kvöldið einkenndist af flottum sundum og mikilli stemmingu í Laugardalslaug, þar sem fjölmargir sundmenn bættu sig og tryggðu sér Íslandsmeistaratitla.

Íslandsmeistarar kvöldsins:

  • 400m fjórsund kvk – Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB)

  • 1500m skriðsund kk – Andri Már Kristjánsson (SH)

  • 50m baksund kk – Guðmundur Leo Rafnsson (ÍRB)

  • 200m skriðsund kvk – Vala Dís Cicero (SH)

  • 200m fjórsund kk – Birnir Freyr Hálfdánarson (SH)

  • 100m bringusund kvk – Birgitta Ingólfsdóttir (SH)

  • 50m bringusund kk – Snorri Dagur Einarsson (SH)

  • 50m flugsund kvk – Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH)

  • 100m skriðsund kk – Ýmir Chatenay Sölvason (SH)

  • 100m baksund kvk – Ylfa Lind Kristmannsdóttir (ÍBR)

  • 200m flugsund kk – Hólmar Grétarsson (SH)
    Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) 2. sæti og Íslandsmet í flokki S19

  • 800m skriðsund kvk – Katja Lilja Andriysdóttir (SH)

  • 4x100m skriðsund kk – SH 1 (Birnir, Veigar, Ýmir, Símon) Íslandsmet (3:17,16)

  • 4x100m skriðsund kvk – SH 1 (Jóhanna, Nadja, Birgitta, Vala)

Keppni heldur áfram á morgun, sunnudag, með undanrásum kl. 9:00 og úrslitum kl. 16:30.
Að loknu mótinu verða landsliðshópar Íslands fyrir EM25 og Norðurlandameistaramótið (NM) kynntir opinberlega.

Fylgjast má með úrslitum í beinni á Swimify LiveTiming og í útsendingu á sund.live.

Til baka