Dómaranámskeið SSÍ - síðasta námskeið haustannar haldið 12. nóvember
Námskeiðið hefst kl. 18:00 og stendur til um 20:30.
Foreldrar, sundfólk eldri en 16 ára, og jafnvel þjálfarar eru hvattir til að mæta og tryggja sér sæti í þessum frábæra hópi dómara.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á domaranefnd@iceswim.is með eftirfarandi upplýsingum:
-
Nafn
-
Kennitala
-
Símanúmer
-
Hvaða sundfélagi/deild viðkomandi er tengdur
Til að verða dómaranemi þarf að ljúka bóklega hlutanum á dómaranámskeiði og taka svo tvo mótshluta í verklegri þjálfun með reyndum dómara.
Til að verða almennur sunddómari þarf dómaraneminn (frá félagi á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurnesjum) að safna a.m.k. 55 punktum á einu ári samkvæmt stigakerfi SSÍ.
Dómaranemar frá félögum utan þess svæðis hafa þrjú ár til að safna sama fjölda stiga.
Til fróðleiks má nefna að það þarf yfirleitt 20–30 dómara á hverjum mótshluta til að tryggja að tímar sundmanna teljist löglegir.
Og svo er vert að taka fram: besta útsýnið á mótunum er alltaf af sundlaugarbakkanum!
