Landsmet í boðsundi á HM50
02.08.2025
Til bakaNæstsíðasti keppnisdagur á HM50 fór fram í nótt og endaði sundfólkið á því að setja nýtt landsmet í 4x100m skriðssuni hjá blandaðri sveit. Svetina skipuðu þau Birnir Freyr Hálfdánarson, Guðmundur Leo Rafnsson, Jóhanna Elin Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Þau syntu á tímanum 3:34,65 og bættu gamla metið um 4 sekúndur. Virkilega flottur árangur hjá þeim og íslenska sveitin endaði í 20 sæti af 33.
Jóhanna Elín keppti einnig í 50m skriðsundi í nótt þegar hún synti á tímanum 25,98 sem er örlítið frá hennar besta tíma, 25,67. Jóhanna Elín varð í 42 sæti af 100 keppendum.
Þar með hefur íslenska sundfólkið lokið keppni á HM50 í Singapúr með ágætis árangri og koma þau nú heim reynslunni ríkari. Við tekur kærkomið sumarfrí.