Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjötti dagur á HM50

01.08.2025
 
Sjötti dagur heimsmeistaramótsins í 50 metra laug fór fram í nótt með undanrásum þar sem Ísland átti einn keppanda. Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund á 54,59 sem er aðeins frá hans besta tíma og Íslandsmeti hans í greininni, 53,29,Birnir endaði í 49. sæti af 79 keppendum.

 

Birnir hefur nú lokið keppni í einstaklingsgreinum á mótinu. Keppni heldur þó áfram – úrslit dagsins fara fram kl. 11:00 að íslenskum tíma og í nótt hefst næstsíðasti dagur mótsins. Þá mun Jóhanna Elín keppa í 50 metra skriðsundi og blandaða boðsundsveitin okkar tekur þátt í 4x100 metra skriðsundi.
Til baka