Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur fimm á HM50

31.07.2025

Dagur fimm á HM50 hófst í nótt í Singapúr og áttum við tvo keppendur í þeim hluta.  Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti 100m skriðsund á tímanum 55,31 sem er aðeins frá Íslandsmeti hennar í greininni, 54,74 sem hún setti á HM50 í Japan 2023. Snæfríður varð í 29. sæti en til þessa að komast í 16 manna úrslitin þurfti að synda á 54,39. Guðmundur Leo Rafnsson synti í nótt 200m baksund á tímanum 2.03,36 sem er rúmri sekúndu frá hans besta tíma, 2:02,08. Guðmundur varð í 38. Sæti.

 

Fínn árangur hjá þeim Snæfríði og Guðmundi, en þau hafa nú lokið keppni í einstaklingsgreinum á mótinu en Snæfríður mun taka þátt í 4x100m skriðsundi með blandaðri sveit næstkomandi laugardag.

 

Næstu nótt eða aðfaranótt föstudagsins 1. ágúst mun Birnir Freyr Hálfdánarson taka þátt í 100m flugsundi.

 

 

Myndir með frétt

Til baka