HM50 heldur áfram – Ísland í boðsundi
30.07.2025
Til bakaHeimsmeistaramótið í 50 metra laug hélt áfram í nótt, og sendi Ísland til leiks blandaða boðsundssveit í 4x100 metra fjórsundi.
Guðmundur Leo Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir skipuðu sveitina. Röðin var sem hér segir:
- Guðmundur synti baksund
- Einar tók við í bringusundi
- Jóhanna synti flugsund
- Snæfríður kláraði með skriðsundi
Sveitin synti á tímanum 3:56,02, sem er nálægt íslenska metinu 3:54,91, sem sett var á Smáþjóðaleikunum í Andorra í maí. Þau enduðu í 20. sæti af alls 37 þjóðum.