Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þriðji dagurinn á HM50 fór fram í nótt að íslenskum tíma og þá voru tveir sundmenn í eldlínunni.

29.07.2025 

Þriðji keppnisdagur á Heimsmeistaramótinu í 50m laug hófst í nótt í Singapore, og átti Ísland tvo keppendur í undanrásunum.

Einar Margeir Ágústsson synti 50m bringusund af miklum krafti og bætti sinn besta tíma. Hann kom í mark á 27,89 sekúndum, sem er flott bæting en hans besti tími var 28,10. Einar hafnaði í 40. sæti af 79 keppendum – virkilega gott sund hjá honum.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti 200m skriðsund á tímanum 1:59,11, sem er aðeins frá hennar eigin Íslandsmeti í greininni (1:57,85). Snæfríður endaði 23. sæti, sem er fínn árangur hjá henni þó að við vitum að hún hefði viljað synda aðeins hraðar og komast inn í undanúrslitin í dag. Til þess hefði hún þurft að synda á 1:58,28.

Fínn árangur hjá okkar fólki í nótt, en aðra nótt mun blandaða boðsundssveitin okkar taka þátt í 4x100m fjórsundi og það verður gaman að fylgjast með þeim í því sundi

 

Myndir með frétt

Til baka