HM50 hélt áfram í nótt – Guðmundur Leo synti 100m baksund
28.07.2025
Til bakaHeimsmeistaramótið í 50 metra laug hélt áfram í nótt og átti Ísland einn keppanda að þessu sinni. Guðmundur Leo Rafnsson synti 100m baksund á tímanum 56,71, sem er aðeins frá hans besta tíma 56,35, sem hann synti á Smáþjóðaleikunum í Andorra í maí.
Guðmundur hafnaði í 46. sæti af 59 keppendum – fín frammistaða hjá Guðmundi, sem heldur áfram keppni á fimmtudag þegar hann tekur þátt í 200m baksundi.
Aðfaranótt þriðjudagsins 30. júlí eigum við tvo keppendur í lauginn en þá munu þau Einar Margeir Ágústsson keppa í 50m bringusundi og Snæfríður Sól Jórunnardóttir syndir 200m skriðsund, sem er hennar aðalgrein
Hægt er að fylgjast með úrslitum hér : https://www.omegatiming.com/2025/world-aquatics-championships-swm-live-results