Heimsmeistaramótið hófst í nótt– Þrír Íslendingar syntu á fyrsta keppnisdegi í Singapore
Heimsmeistaramótið í 50 metra laug hófst í nótt í Singapore, og átti Ísland þrjá keppendur til leiks í fyrsta hluta mótsins.
Á þessu móti fara undanrásir fram að næturlagi að íslenskum tíma, en úrslitasundin fara fram kl. 11:00 fyrir hádegi á Íslandi. Í öllum greinum komast 16 bestu tímarnir áfram í úrslit, nema í 400m, 800m og 1500m sundum þar sem aðeins 8 keppendur ná í úrslit.
Gott gengi í fyrsta hluta
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir var fyrst til að stinga sér í nótt þegar hún synti 100m flugsund á tímanum 1:01,70, sem er hennar annar besti tími í greininni (besti tími 1:01,48). Hún endaði í 41. sæti af 59 keppendum og keppnir næst þann 2. ágúst í 50m skriðsundi.
Birnir Freyr Hálfdánarson synti 50m flugsund á tímanum 24,29, aðeins frá sínum besta tíma (23,99). Hann hafnaði í 47. sæti af 97 keppendum. Birnir keppir næst í 100m flugsundi föstudaginn 1. ágúst.
Einar Margeir Ágústsson synti 100m bringusund á tímanum 1:01,64, rétt frá sínum besta (1:01,23). Hann endaði í 37. sæti af 74 keppendum. Einar syndir næst aðfaranótt þriðjudagsins í 50m bringusundi.
Fínn fyrsti dagur hjá okkar fólki en næstur af íslendingunum að keppa er Guðmundur Leo Rafnsson en hann fer 100m baksund aðfaranótt mánudagsins.