Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ísland mætir með fimm sundmenn á Heimsmeistaramótið í 50m laug – Singapore 2025

25.07.2025

 

Heimsmeistaramótið í 50 metra laug fer fram dagana 27. júlí til 3. ágúst í Singapore. Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni fimm keppendur til leiks, ásamt þremur þjálfurum og sjúkraþjálfara, sem styðja við bakið á hópnum alla leið.

Liðið hélt utan þann 18. júlí og hefur verið við æfingar síðastliðna viku ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum (að undanskildu Danmörku). Stemningin í hópnum er góð og keppendur tilbúnir og spenntir fyrir því að stíga á svið þegar mótið hefst á sunnudaginn 27. júlí.

Keppni um miðja nótt að íslenskum tíma

Undanrásir hefjast kl. 02:00 að nóttu á Íslandi (aðfaranótt sunnudags), en úrslitin fara fram kl. 11:00 fyrir hádegi að íslenskum tíma — sem gerir okkur kleift að fylgjast með í beinni yfir morgunbollanum, en Rúv mun sýna frá mótinu alla dagana.

Mótið stendur yfir til sunnudagsins 3. ágúst og samkvæmt keppendalistanum stefnir mjög sterkt mót að þessu sinni en til Singpore eru mættir 1047 keppendur frá 203 þjóðum.

Það verður því virkilega spennandi að fylgjast með íslensku keppendunum á einu af stærsta sviði sundíþróttarinnar.

Keppendur Íslands

  • Birnir Freyr Hálfdánarson

  • Einar Margeir Ágústsson

  • Guðmundur Leo Rafnsson

  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir

  • Snæfríður Sól Jórunnardóttir

Þjálfarateymi og aðstoðarfólk:

  • Eyleifur Jóhannesson – Yfirþjálfari / fararstjóri

  • Dadó Fenrir Jasminuson – Þjálfari

  • Kjell Wormdal – Þjálfari

  • Hlynur Sigurðsson – Sjúkraþjálfari / nuddari

Dagskrá íslensku keppendanna

Sunnudagur 27. júlí

  • Jóhanna Elín – 100m flugsund

  • Birnir Freyr – 50m flugsund

  • Einar Margeir – 100m bringusund

Mánudagur 28. júlí

  • Guðmundur Leo – 100m baksund

Þriðjudagur 29. júlí

  • Einar Margeir – 50m bringusund

  • Snæfríður Sól – 200m skriðsund

Miðvikudagur 30. júlí

  • 4x100m fjórsund (blönduð sveit)

Fimmtudagur 31. júlí

  • Snæfríður Sól – 100m skriðsund

  • Guðmundur Leo – 200m baksund

Föstudagur 1. ágúst

  • Birnir Freyr – 100m flugsund

Laugardagur 2. ágúst

  • Jóhanna Elín – 50m skriðsund

  • 4x100m skriðsund (blönduð sveit)

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér: Competition Results | World Aquatics Official

Hægt að horfa á streymi hér : https://www.worldaquatics.com/where-to-watch/eurovision-sport

 

Til baka