Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viltu þjálfa börn í sundi?

09.07.2025

 

Sunddeild Ármanns er leiðandi og metnaðarfullt sundfélag sem óskar eftir umsóknum frá áhugasömum sundþjálfurum og/eða aðstoðarþjálfurum sem vilja vinna í öflugu þjálfarateymi félagsins. Ef þú hefur áhuga á sundþjálfun og vilt skemmtilega vinnu með börnum viljum við heyra frá þér.

Ármann er með sundskóla og æfingahópa í Laugardalslaug og Árbæjarlaug fyrir börn frá 3 ára aldri og er einnig að skoða möguleika á að bæta við starfsemi í öðrum laugum í Reykjavík.

Vinnutími er seinnipart dags á virkum dögum 2-4 daga vikunnar.

Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptahæfni og íslenskukunnáttu, og er reynsla af þjálfun barna kostur. Ef þú hefur þjálfað sund áður þá viljum við gjarnan heyra nánar um þá reynslu.

Lágmarksaldur er 18 ára og þurfa umsækjendur að hafa hreint sakavottorð.

Umsókn sendist á formadur@armenningar-sund.com með upplýsingum um menntun og fyrri störf.

 

Sunddeild Ármanns auglýsing.pdf

Til baka