Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokahluti Norðurlandameistaramóts Æskunnar (NÆM) fór fram í morgun – keppni lokið með góðum árangri

06.07.2025

 

Síðasta keppnishluta mótsins lauk í morgun í Færeyjum og syntu allir íslensku keppendurnir í morgunhlutanum.

Ásdís Steindórsdóttir hóf daginn með því að synda 400 metra skriðsund og hafnaði í 4. sæti með tímann 4:38,87, sem er aðeins frá hennar besta tíma, 4:30,74.

Auguste Balciunaite synti 100 metra bringusund og endaði í 6. sæti á 1:16,42, mjög nærri sínum besta tíma sem er 1:16,07.

Sólveig Freyja Hákonardóttir synti 200 metra fjórsund á 2:28,33 og var aðeins frá sínum besta tíma, 2:26,86 og varð í fjórða sæti.

Alexander Ari Andrason synti einnig 200 metra fjórsund og hafnaði í 10. sæti með tímann 2:19,86, sem er mjög nærri hans besta tíma, 2:19,26.

 

Ísland lauk keppni á NÆM með góðum árangri – þrjú verðlaun komu í hús:
🥇 Gull og 🥈 silfur hjá Sólveigu Freyju og 🥉 bronsverðlaun hjá Alexander Ara.

Keppendur koma nú heim reynslunni ríkari eftir öflugt mót – og eiga svo sannarlega skilið sumarfrí!

 

Til baka