Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokadagur EMU í Samorin – keppni lokið hjá íslenska hópnum

06.07.2025

Lokadagur Evrópumeistaramóts unglinga fór fram í morgun í Samorin í Slóvakíu og þar átti Ísland einn keppanda.

Magnús Víðir Jónsson synti 400 metra skriðsund á 4:14,42 og hafnaði í 75. sæti, sem er aðeins frá hans besta tíma, 4:08,60.

Með því hefur íslenska sundfólkið lokið keppni á EMU að þessu sinni. Yfir heildina séð var um að ræða ágætis árangur – nokkrar góðar bætingar og aðrir nálægt sínum bestu tímum.

Keppendur halda nú heim reynslunni ríkari eftir mjög sterkt og krefjandi mót í Slóvakíu – og eiga þeir svo sannarlega skilið sumarfríið sem framundan er.

Til baka