Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norðurlandameistaramót Æskunnar (NÆM) hófst í morgun í Færeyjum – flott byrjun hjá okkar fólki

05.07.2025

 

Mótið fór vel af stað hjá íslenska hópnum, en tvö verðlaun litu dagsins ljós í morgunhlutanum.

Sólveig Freyja Hákonardóttir vann til silfurverðlauna í 200 metra flugsundi með fínum tíma, 2:26,23, og bætti tíma sinn frá ÍM50 í apríl, sem var 2:26,85.

Alexander Ari Andrason tryggði sér bronsverðlaun í sömu grein, 200 metra flugsundi, þar sem hann synti á 2:14,91 – stórbæting upp á um 6 sekúndur frá fyrri tíma í greininni.

Auguste Balciunaite synti 200 metra bringusund á 2:49,20 og hafnaði í 7. sæti. Hún var aðeins frá sínum besta tíma, sem er 2:45,28.

Ásdís Steindórsdóttir synti 800 metra skriðsundi og endaði í 6. sæti á 9:34,95, en það er aðeins frá hennar besta tíma, 9:13,22.



Keppni heldur áfram eftir hádegi og hefst aftur kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Þá keppa:


Alexander Ari – 100m flugsund
Auguste – 200m skriðsund
Ásdís – 800m skriðsund
Sólveig Freyja – 400m fjórsund

Myndir með frétt

Til baka