Beint á efnisyfirlit síðunnar

Næstsíðasti keppnisdagur á EMU fór fram í morgun

05.07.2025

Næst síðasti dagur EMU fór fram í morgun og fyrstur Íslendinga í laugina var Magnús Víðir, sem synti 100 metra skriðsund og hafnaði í 91. sæti með tímann 54,08, aðeins frá sínum besta tíma, 53,68.

Denas Kazulis synti einnig 100 metra skriðsund og endaði í 80. sæti með tímann 52,75, örlítið frá sínum besta tíma sem er 52,36.

Í 100 metra baksundi keppti Ylfa Lind, sem synti á 1:06,77 og hafnaði í 53. sæti, einnig aðeins frá sínum besta tíma, 1:04,30.

Í 50 metra flugsundi syntu svo Vala Dís Cicero og Nadja Djurovic.

Vala synti á 28,18, bætti sinn fyrri tíma (28,29) og hafnaði í 42. sæti.


Nadja kom í mark á 28,24, sem er örlítið frá hennar besta tíma.

Síðasti dagur mótsins fer fram í fyrramálið en þá syndir Magnús Víðir 400m skriðsund.

Til baka