Næm hélt áfram eftir hádegi í dag.
Norðurlandameistaramót Æskunnar (NÆM) hófst af krafti eftir hádegi í dag, með glæsilegum gullverðlaunum hjá Sólveigu Freyju Hákonardóttur.
Sólveig sigraði í 400 metra fjórsundi á tímanum 5:08,78 og bætti sig um þrjár sekúndur. Virkilega flott sund hjá henni!
Ásdís Steindórsdóttir og Auguste Balcunite kepptu í 200 metra skriðsundi í dag. Ásdís synti á 2:13,69 og endaði í 11. sæti, en Augusta varð í 16. sæti með tímann 2:19,44.
Alexander Ari synti 100 metra flugsund og bætti sinn besta tíma þegar hann synti á 58,56 sekúndum – fyrri besti tími hans var 59,07, flott bæting.
Flottur dagur hjá okkar fólki á NÆM.
Síðasti hluti mótsins fer fram í fyrramálið, en þá keppa þau í eftirfarandi greinum:
Alexnader Ari 200m fjórsund
Auguste 100m bringusund
Ásdís 400m skriðsund
Sólveig Freyja 200m fjórsund.