Norðurlandameistaramót Æskunnar 2025 fer fram í Færeyjum um helgina – Ísland sendir fjóra keppendur
04.07.2025
Norðurlandameistaramót Æskunnar hefst í fyrramálið í Þórshöfn í Færeyjum. Sundsamband Íslands sendir fjóra keppendur til leiks í ár, en alls taka um 100 sundmenn þátt frá níu þjóðum: Danmörku, Eistlandi, Færeyjum, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi og Svíþjóð.
Keppni fer fram í nýbyggðri 50 metra innilaug í Gundadali, og verður spennandi að fylgjast með íslenska hópnum í eldlínunni á laugardag og sunnudag.
Íslensku keppendurnir eru:
- Alexander Ari Andrason (Ármann)
- Auguste Balciunaite (SH)
- Sólveig Freyja Hákonardóttir (Breiðabliki)
- Ásdís Steindórsdóttir (Breiðabliki )
Dagskrá laugardagsins (keppni hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma):
- Alexander Ari – 200m flugsund
- Auguste – 200m bringusund
- Ásdís – 800m skriðsund
- Sólveig Freyja – 200m flugsund
Eftir hádegi (kl. 14:00 að íslenskum tíma):
- Alexander Ari – 100m flugsund
- Auguste – 200m skriðsund
- Ásdís – 800m skriðsund
- Sólveig Freyja – 400m fjórsund
Hægt er að fylgjast með úrslitum hér : Swimify - Nordic Age Group Championships 2025
Einnig er hægt að fylgjast með streymi hér: Svimjisamband Føroya - YouTube