Fjórði keppnisdagur á EMU fór fram í morgun og átti Ísland þrjá keppendur að þessu sinni
04.07.2025
Til bakaNadja Djurovic og Vala Dís Cicero syntu báðar 100 metra skriðsund.
Vala Dís hafnaði í 43. sæti á tímanum 57,42 – aðeins frá sínum besta tíma, 56,69.
Nadja synti á 58,33 og endaði í 64. sæti, rétt frá sínum besta tíma sem er 58,19.
Hólmar Grétarsson keppti í 400 metra fjórsundi og kom í mark á tímanum 4:33,85, sem er mjög nálægt hans besta tíma, 4:33,02. Hann endaði í 21. sæti.
Fínn dagur að baki hjá hópnum þar sem keppendur eru að fá mikla og dýrmæta reynslu á þessu sterka móti.
Næst síðasti keppnisdagurinn fer fram á morgun, laugardag, og þá keppa:
- Denas í 100m skriðsundi
- Magnús Víðir í 100m skriðsundi
- Ylfa Lind í 100m baksundi
- Nadja í 50m flugsundi
- Vala Dís í 50m flugsundi