Tveir keppendur frá Íslandi í eldlínunni í morgun á EMU
03.07.2025
Keppni á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi hélt áfram í morgun og áttum við tvo keppendur í morgunhlutanum, Ylfu Lind Kristmannsdóttur og Denas Kazulis.
Ylfa Lind tók þátt í 200 metra baksundi og lauk keppni á tímanum 2:24,74. Hún endaði í 42. sæti, sem er töluvert frá hennar besta tíma í greininni.
Denas Kazulis keppti í 50 metra skriðsundi og synti á 24,23 sekúndum. Hann hafnaði í 77. sæti en hans besti tími er 23,96 sekúndur.
Keppni heldur áfram á morgun, fimmtudag, þar sem við eigum þrjá keppendur:
- Nadja Djurovic – 100 metra skriðsund
- Vala Dís – 100 metra skriðsund
- Hólmar Grétarsson – 400 metra fjórsund