Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur tvö á Evrópumeistaramóti unglinga í Samorin fór fram í morgun.

02.07.2025

 

Nadja Djurovic var fyrst til að stinga sér til sunds í morgun. Hún synti 100 metra flugsund á tímanum 1:02,78, sem er aðeins frá hennar besta tíma. Hún hafnaði í 44. sæti.

Hólmar Grétarsson synti 200 metra fjórsund og bætti sinn besta tíma um rúma sekúndu þegar hann kom í mark á 2:10,12, sem skilaði honum 47. sæti.

Vala Dís Cicero keppti í 50 metra skriðsundi og synti á 26,81, sem er nálægt hennar besta tíma. Hún endaði í 49. sæti.

Að lokum syntu þau Denas Kazulis, Magnús Víðir Jónsson, Vala Dís Cicero og Nadja Djurovic í 4×100 metra skriðsundi í blandaðri boðsundssveit. Liðið synti á 3:40,00 og hafnaði í 17. sæti. Virkilega flott sund hjá þeim þar sem þau voru öll að synda undir sínum bestu tímum.

Mótið heldur áfram á morgun og þá keppa þau Ylfa Lind Kristmannsdóttir í 200m baksundi og Denas Kazulis 50m skriðsund.

Til baka