Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópumeistaramót unglinga hófst í morgun í Samorin í Slóvakíu.

01.07.2025


Ólíkt EM23, sem lauk síðastliðinn laugardag, komast 16 keppendur í úrslit í hverri grein á EMU.

Vala Dís Cicero var fyrst til að stinga sér til sunds í 200 metra skriðsundi og synti á 2:03,56, sem er hennar besti tími á árinu – aðeins 0,05 sekúndum frá hennar besta tíma frá apríl 2024 (2:03,51). Hún hafnaði í 25. sæti.

Magnús Víðir Jónsson synti einnig 200 metra skriðsund og kom í mark á 1:57,28, örlítið frá sínum besta tíma, og endaði í 69. sæti.
Denas Kazulis synti sömu grein á 1:58,98, sem er persónuleg bæting, og hafnaði í 74. sæti.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir tók þátt í 50 metra baksundi, þar sem hún synti á 30,35, sem er nálægt hennar besta tíma. Hún varð í 45. sæti.

Hólmar Grétarsson synti í 200 metra flugsundi og bætti sinn besta tíma þegar hann kom í mark á 2:03,52 (átti 2:03,72). Hann endaði í 26. sæti.

Fínn fyrsti dagur hjá okkar sundfólki og mótið heldur áfram á morgun og þá synda þau: 

  • Nadja Djurovic – 100 m flugsund

  • Hólmar Grétarsson – 200 m fjórsund

  • Vala Dís Cicero – 50 m skriðsund

  • 4×100 m skriðsund blandað boðsund

Til baka