Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU 2025 hefst á morgun

30.06.2025

Það ríkir engin lognmolla í sundhreyfingunni þessa dagana, EM23 lauk síðastliðinn laugardag, Sumarmeistaramótið, SMÍ lauk í gærkvöldi og á morgun hefst Evrópumeistaramót unglinga í Samorin í Slovakíu.

Til Samorin eru mættir 666 sundmenn sem hefja keppni á morgun þriðjudag en mótinu lýkur á sunnudaginn. Ítalía er með flesta keppendur eða 38 og Andorra með fæsta eða 1 keppanda, en Ísland á 6 sundmenn sem munu spreyta sig á stóra sviðinu næstu daga. Einnig erum við með tvo Alþjóðlega dómara á mótinu, þau Ragnheiði Birnu Björnsdóttur og Tómas Gísla Guðjónsson.

 

Hópurinn er skipaður þeim :

Denas Kazulis ÍRB

Hólmar Grétarsson SH

Magnús Víðir Jónsson SH

Nadja Djurovic SH

Vala Dís Cicero SH

Ylfa Lind Kristmannsdóttir SH

 

Dadó Fenrir Jasminuson Yfirþjálfari

Hjalti Guðmundsson Þjálfari

Hólmfríður Hilmarsdóttir Nuddari

 

Ragnheiður Birna Björnsdóttir Dómari

Tómas Gísli Guðjónsson

 

Okkar fólk byrjar að synda í fyrramálið en þá synda þau:

Vala Dís 200m skriðsund

Denas Kazulis 200m skriðsund,

Magnús Víðir 200m skriðsund

Ylfa Lind 50m baksund

Hólmar 200m flugsund.

 

Hægt er að fylgjast með úrslitum

Hér : https://europeanaquatics.org/jr-swimming-samorin-2025/schedule-results/#/sports-schedule/SWM/*

 

Lifandi streymi

hér: https://euroaquaticstv.com/stream/5MOsgpKKejg0pE6BDY9vAt37M9rsjfz-Dwj6IK1EWn0

 

 

Til baka