Síðasti hluti EM23 lauk nú rétt í þessu, og áttum við einn keppanda í úrslitum í kvöld
28.06.2025
Til baka
Einar Margeir Ágústsson synti 100 metra bringusund á tímanum 1:01,62 og hafnaði í áttunda sæti.
Fín frammistaða hjá Einari, en þetta mót var hluti af undirbúningi hans fyrir HM50 sem fram fer í Singapore í júlí.
Nú heldur íslenska sundliðið heim á leið eftir gott mót — reynslunni ríkara og með augun á næstu áskorunum.
Sundveislunni er þó hvergi nærri lokið!
Evrópumeistaramót unglinga hefst í Samorin í Slóvakíu næstkomandi þriðjudag, 1. júlí, og stendur til 6. júlí.
Þar munu sex ungir sundmenn frá Íslandi taka þátt, og verður spennandi að fylgjast með þeim á stóra sviðinu.