Beint á efnisyfirlit síðunnar

Einar Margeir í úrslitum í dag í 100m bringusundi á EM23

28.06.2025
Einar Margeir í úrslitum í dag í 100m bringusundi á EM23
Evrópumeistaramótið EM23 hélt áfram í morgun í Šamorín í Slóvakíu, þar sem við áttum sex sundmenn í undanrásum.
Á þessu móti komast aðeins átta bestu keppendurnir í hverri grein áfram í úrslit.
Einar Margeir átti fràbært sund í morgun, þegar hann synti 100m bringusund á 1:01,27 og tryggði sér sæti í úrslitum. Hann er fimmti maður inn í úrslit kvöldsins.
Aðrir keppendur í morgun voru:
* Eva Margrét Falsdóttir – 200 m bringusund 2:38,91 14.sæti
* Guðmundur Leo Rafnsson – 100 m baksund 57,07 27.sæti
* Símon Elías Statkevicius – 100 m skriðsund 51,72 42 sæti
* Birnir Freyr Jónsson – 50 m flugsund 24,59 28.sæti
* Snorri Dagur Einarsson – 100 m bringusund 1:02,99 19 sæti
* Einar Margeir Ágústsson – 100 m bringusund 1:01,27 fimmti inn í úrslit í dag.
Úrslitahlutinn hefst kl 16:00 á ísl tíma.
Hægt er að fylgjast með:
Til baka