Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eva Margrét sjöunda á EM23 í Samorin

27.06.2025

Eva Margrét Falsdóttir synti rétt í þessu í úrslitum í 400 metra fjórsundi á EM23 í Samorin, Slóvakíu. Hún hafnaði í sjöunda sæti á tímanum 5:05,87 — flottur árangur hjá Evu Margréti

Hún heldur áfram keppni á morgun og tekur þá þátt í undanrásum í 200 metra bringusundi.

Laugardagurinn er síðasti dagur EM23, og þá eigum við sex keppendur í undanrásum, sem hefjast kl.9:30 (7:30 ísl) 

Keppendur morgundagsins:

  • Eva Margrét Falsdóttir – 200 m bringusund

  • Guðmundur Leo Rafnsson – 100 m baksund

  • Símon Elías Statkevicius – 100 m skriðsund

  • Birnir Freyr Jónsson – 50 m flugsund

  • Snorri Dagur Arnarsson – 100 m bringusund

  • Einar Margeir Ágústsson – 100 m bringusund

Hægt er að fylgjast með:

Beint streymi:
https://euroaquaticstv.com/stream/qinS5_lCSqVgNtjwwHuBQsZVCG4ogbkzDLKl27yapu4

Úrslit og dagskrá:
https://europeanaquatics.org/u23-swimming-samorin-2025/schedule-results/#/sports-schedule/SWM/

 

Til baka