EM23 hélt áfram í morgun og átti Ísland fjóra keppendur í undanrásum.
EM23 hélt áfram í morgun og átti Ísland fjóra keppendur í undanrásum.
Eins og áður hefur komið fram komast einungis 8 sundmenn í úrslit í hverri grein á EM23, ekki 16 eins og á öðrum mótum.
Við eigum einn keppanda í úrslitum í dag en Eva Margrét Falsdóttir keppir í 400 metra fjórsundi kl. 19:35 að staðartíma (17:35 að íslenskum tíma).
Úrslit dagsins í undanrásum:
-
Birgitta Ingólfsdóttir synti 100 metra bringusund á 1:11,13 og hafnaði í 13. sæti.
-
Guðmundur Leo Rafsson synti 50 metra baksund á 26,92 og varð í 31. sæti.
-
Símon Elías Statkevicius synti 50 metra skriðsund á 22,92 og endaði í 26. sæti.
-
Einar Margeir Ágústsson synti 200 metra bringusund á 2:20,64 og varð í 19. sæti.
Fínn morgun hjá okkar fólki og við bíðum spennt eftir Evu Margréti í 400m fjórsundi á eftir.