Frábært sund hjá Snorra í úrslitum á EM23
Snorri Dagur Einarsson tryggði sér fjórða sætið í 50m bringusundi rétt í þessu á EM23 í Samorin í Slovakíu. Hann synti á tímanum 27.63 og bætti sinn besta tíma töluvert eða um 16/100, gamli tími hans var 27,79 sem hann synti á ÍM50 í apríl.
Virkilega flottur árangur hjá Snorra Degi, en hann nálgast Íslandsmet Anton Sveins McKee óðfluga en það er 27,46.
Mótið heldur áfram í fyrramálið en þá synda þau :
Birgitta Ingólfsdóttir 100m bringusund
Birnir Freyr Hálfdánarson 50m baksund
Guðmundur Leo Rafnsson 50m baksund
Símon Elías Statkevicius 50m skriðsund
Einar Margeir Ágústsson 200m bringsund,
Eva Margrét Falsdóttir 400m fjórsund
Hægt er að fylgjast með:
Beint streymi:
https://euroaquaticstv.com/stream/qinS5_lCSqVgNtjwwHuBQsZVCG4ogbkzDLKl27yapu4
Úrslit og dagskrá:
https://europeanaquatics.org/u23-swimming-samorin-2025/schedule-results/#/sports-schedule/SWM/