Rekstrarstjóri og yfirþjálfari
Sundráð ÍRB óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum einstakling í starf rekstrarstjóra og yfirþjálfara.
Starfshlutfall er 80–100% eftir samkomulagi.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem hentar vel einstaklingi með sterka leiðtogahæfileika og brennandi áhuga á sundíþróttinni. Starfið felur í sér bæði faglega þróun og daglegan rekstur sunddeildarinnar.
- Helstu verkefni
Umsjón með daglegum rekstri sunddeildar
Skipuleggja og samræma starf þjálfara innan deildarinnar.
Að styðja við þjálfara og tryggja gott og faglegt umhverfi
Skipulagning móta, æfinga og námskeiða
Samskipti við foreldra, iðkendur, stjórn og samstarfsaðila
Sundþjálfun.
- Hæfniskröfur
Menntun og reynsla á sviði sundþjálfunar og/eða íþrótta
Reynsla af stjórnun og/eða verkefnastjórn er kostur
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Góð samskiptahæfni og hæfni til að leiða teymi
Færni til að skapa jákvætt og uppbyggilegt umhverfi fyrir börn og unglinga.
- Hvernig sækir þú um?
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnoddur Þór Jónsson á sundradirb@gmail.com
Greinagóð ferilskrá og kynnngarbréf skal fylgja umsókn.