Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottur fyrsti dagur í lauginni í Andorra 8 verðlaun komin í hús hjá íslenska sundfólkinu, 3 gull, 3 silfur 2 brons

27.05.2025

Fyrsta keppnisdegi á Smáþjóðaleikunum er nú lokið og keppni í sundi var æsispennandi.

Eitt Landsmet leit dagsins ljós og var það sett í 4x100 skriðsundi karla þegar þeir Guðmundur Leo Rafnsson, Ýmir Sölvason,Birnir Freyr og Símon Elías syntu á timanum 3:25,01 og um leið tryggðu þeir sér silfurverðlaun.  Kvennasveitin í 4x100m skriðsundi skipuð þeim Völu Dís Cicero, Snæfríði Sól Jórunnunardóttur, Nadju Djurovic og Jóhönnu Elinu Guðmundsdóttur syntu á 3:47,41 sem er alveg við íslandsmetið í greininni, 3:47,27 og þær sigruðu í sundinu.

Guðmundur Leo Rafnson og Ylfa Lind Kristmannsdóttir tryggðu sér bæði sigur i 200m baksundi. Hólmar Grétarsson tryggði sér silfurverðlaun í 200m flugsundi eftir harða keppni við Florian frá Luxemborg, en einungis munaði 2/100 á milli þeirra.

Snæfríður Sól varð önnur í 100m skriðsundi og í sömu grein tryggði Jóhanna Elín sér bronsverðlaunin. Bergur Fáfnir Bjarnason tryggði sér bronsið í 200m baksundi

Magnús Víðir Jónsson synti í úrslitum í 800m skriðsundi og varð í fimmta sæti á sínum besta tíma. Sólveig Freyja Hákonardóttir synti 800m skriðsund og varð einnig í fimmta sæti og í sjötta sæti varð Katja Lilja Andryisdóttir

 

Sólveig Freyja synti einnig 200m flugsund og varð í þar í sjötta sæti en Nadja Djurovic varð í fimmta sæti í þeirri grein.

 

Flottur fyrsti dagur í lauginni og 8 verðlaun komin í hús hjá íslenska sundfólkinu, 3 gull, 3 silfur 2 brons

 

Mótið heldur áfram í fyrramálið með undanrásum.

Til baka