Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smáþjóðaleikar hefjast á morgun í Andorra

26.05.2025

 

Smáþjóðaleikarnir fara fram í Andorra dagana 26.-31. maí. Ísland sendir 106 keppendur, og að þessu sinni á Sundsamband Íslands tuttugu af þeim keppendum.

Þátttökurétt á Smáþjóðaleikum eiga Evrópuþjóðir sem eru með Ólympíunefndir sem eru viðurkenndar af Alþjóðaólympíunefndinni (IOC) og eru með íbúatölu undir einni milljón.

Keppnisþjóðir á Smáþjóðaleikunum:

Ísland, Kýpur, Luxembourg, Andorra, Svartfjallaland, Mónakó, Malta, San Marínó og Liechtenstein.

Sundkeppnin hefst í fyrramálið með undanrásum kl 10:00 (08:00 isl) en mótið stendur fram á föstudag.  Undanrásir hefjast kl 10:00 eins og fyrr sagði og úrslita hlutar hefjast kl 17:00.

Sundliðið mætti til Andorra síðastliðinn miðvikudag til að aðlagast Andorra, en smáríkið er í rúmlega 1000m hæð yfir sjávarmáli.

Sundliðið er skipað eftirfarandi einstaklingum og þau keppa í eftirfarandi greinum:

Birnir Freyr Hálfdánarson                        100m og 50m skriðsund, 50m flugsund, 50m baksund og 200m fjórsund

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir              100m og 50m skriðsund, 100m og 50m flugsund

Snorri Dagur Einarsson                           200m, 100m og 50m bringusund

Simon Elias Statkevicius                         100m og 50m flugsund, 50m skriðsund

Eva Margrét Falsdóttir                            50m, 200m og 100m bringusund, 200m og 400m fjórsund

Ylfa Lind Kristmannsdóttir                     200m, 100m og 50m baksund, 200m fjórsund

Katja Lilja Andriysdóttir                          800m og 1500m skriðsund

Birgitta Ingólfsdóttir                                200m, 100m og 50m bringusund

Nadja Djurovic                                         200m og 100m flugsund

Sólveig Freyja Hákonardóttir                 800m skriðsund, 200m flugsund og 400m fjórsund

Vala Dis Cicero                                         200m og 400m skriðsund

Snæfríður Sól Jórunnardóttir                50m, 100m, 200m, 400m skriðsund, 50m flugsund. og 50m baksund.

Einar Margeir Ágústsson                       200m, 100m og 50m bringusund

Guðmundur Leo Rafnsson                   200m, 100m og 50m baksund

Hólmar Grétarsson                                1500m skriðsund, 200m flugsund og 400m fjórsund

Ýmir Chatenay Sölvason                        100m 200m og 400m skriðsund

Bergur Fáfnir Bjarnason                         200m og 100m baksund

Veigar Hrafn Sigþórsson                         200m og 400m fjórsund

Magnús Víðir Jónsson                             200m, 400m og 800m skriðsund

Andri Már Kristjánsson                            800m og 1500m skriðsund

Fylgdarfólk eru þau:

Hrafnhildur Lúthersdóttir Flokksstjóri/miðlun

Þjálfari Eyleifur Ísak Jóhannesson

Þjálfari Dado Fenrir Jasminuson

Þjálfari Steindór Gunnarsson

Hlynur Skagfjörð Sigurðsson Sjúkraþjálfari

 

Einnig standa vaktina tveir dómarar frá SSÍ, en þau eru:

Viktoría Gísladóttir

Tómas Gísli Guðjónsson.

 

Úrslit og keppnisdagskrá: Schedule and results - Jocs dels Petits Estats d'Europa

Streymi af keppnum: Í fyrsta sinn verður hægt að fylgjast með öllum keppnum Smáþjóðaleikanna á ANOC.tv:

ANOC TV

 

 

Myndir með frétt

Til baka